Það er komið að því!

Gleðibanki Helgu fer aftur í loftið á FM Trölla, annað árið í röð og er fyrsti þáttur í dag, föstudaginn 7. janúar frá kl. 13:00 – 14:00.

Spiluð verða ýmis lög og fjallað um mis-nytsamlegar staðreyndir sem tengjast Eurovision keppninni á einn eða annan hátt.

Hægt er að hlusta á alla þætti sem eru í útsendingu á FM Trölla inni á vefsíðu Trölla www.trolli.is hvort sem óskað er eftir að hlusta í beinni eða hlusta á upptökur af gömlum þáttum.