Undanfarna tvo þætti hefur Helga verið að kynna nýju Eurovision lögin fyrir hlustendur og nú er komið að síðustu lögunum. Hún er þó ekki hætt að spila þessi nýju, því þau eiga eftir að heyrast oftar enda er bara rétt rúmur mánuður í að Eurovision hátíðin byrji. Nýju lögin sem við heyrum í dag eru frá Svartfjallalandi, Hollandi, Frakklandi, Tékklandi, Ísrael, Moldóvu, Eistlandi og Serbíu. Að auki verða nokkur eldri lög spiluð. 

Missið ekki af Eurovisiongleði í Gleðibanka Helgu alla föstudaga milli kl. 13 og 14.

Upptökur af öllum þáttum sem eru í spilun á FM Trölla er hægt að nálgast á https://trolli.is/fm-trolli/

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.