Gleðibanki Helgu, þar sem seinni hluti nýju laganna í ár verður spilaður, fer í loftið kl. 13:00 í dag, föstudaginn 26. mars.
Það verður umfjöllun um hvert lag, nokkur gömul laumast inn á milli og svo heyrum við aðeins í Felix Bergssyni.

Gleðibanki Helgu er útvarpsþáttur þar sem allt fjallar um Eurovision og er hann alla föstudaga kl. 13:00-15:00 á Trölli FM 103.7 og á www.trolli.is.

Eins er hægt að fara inn á FM Trölla á netinu til að hlusta á gamla þætti sem þið hafið misst af eða viljið hlusta á aftur.