Tilkynning frá Helgu Hinriks:
Þá er komið að síðasta þætti af Gleðibanka Helgu þetta árið.
Úrslitakvöld Eurovision er núna á laugardagskvöldið en það þýðir þó ekki að maður þurfi að hætta að hlusta á Eurovisionlög! Heldur betur ekki!
Þessi síðasti þáttur verður sendur út beint frá stúdíói 3 í Noregi í dag kl. 13-15 og er lítið undirbúinn.
Ég mun fjalla um undankeppnirnar tvær, þau lög sem komust áfram sem og þau 6 sem voru örugg í aðalkeppnina og til að hjálpa mér við þetta fæ ég tvo viðmælendur í símaviðtal í þáttinn.
Hver voru stærstu vonbrigðin? Mesta gleðin? Þitt uppáhaldslag? Pissupásulagið? Flottasta sviðið? Flottasti kjóllinn?
Ó, laugardagskvöldið verður SVO SKEMMTILEGT!
Gleðibanki Helgu er útvarpsþáttur þar sem allt snýst um Eurovision og er hann alla föstudaga kl. 13:00-15:00 á Trölla FM 103.7 og á www.trolli.is.
Eins er hægt að fara inn á heimasíðu Trölla til að hlusta á gamla þætti sem þið hafið misst af eða viljið hlusta á aftur (veljið þá flipann “FM Trölli”).