TRÖLLI.IS og FM Trölli ÓSKA LESENDUM og hlustendum SÍNUM
GLEÐILEGRA PÁSKA
Í dag, sunnudaginn 9. apríl 2023 er páskadagur.
Páskarnir miðast við samnefnda hátíð gyðinga, en tímatal gyðinga byggir á tunglári og þess vegna eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma.
Páskarnir geta verið á rúmlega mánaðartímabili á vorin. Páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur (frá og með 21. mars).
Páskadagur getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina.
Dagarnir fyrir páska eru oft frídagar í íslenskum skólum og á sumum vinnustöðum. Þar eru nokkrir kristnir hátíðisdagar:
- Pálmasunnudagur: Samkvæmt Mattheusarguðspjallinu reið Jesú á asna inn í Jerúsalem til að halda páskadag gyðinga. Hann heitir Pálmasunnudagur því að margir veifuðu pálmagreinum til að fagna honum. Dagurinn er ekki almennur frídagur eða stórhátíðardagur en fellur náttúrulega alltaf á sunnudegi, sem eru frídagar (eða unnir með helgarálagi).
- Skírdagur: Fimmtudagurinn fyrir páska, en þá borðaði Jesús “síðustu kvöldmátíðina” með lærisveinunum sínum og þvoði fætur þeirra. Skír þýðir hreinn í þessu samhengi. Skírdagur er almennur frídagur.
- Föstudagurinn langi: Þá var Jesús krossfestur. Stórhátíðardagur.
- Laugardagurinn fyrir páska: almennur frídagur.
- Páskadagur: Stórhátíðardagur.
- Annar í páskum: almennur frídagur.
Páskar frá 2023-2026.
2023 9. apríl
2024 31. mars
2025 20. apríl
2026 5. apríl
Heimild: Áttavitinn.is