Matvælastofnun varar við neyslu á rauðu pestói frá Himneskt vegna glerbrots sem fannst í einni krukku. Innflytjandinn, Aðföng ehf., hefur innkallað lotur merktar með best fyrir dagsetningum í október 2022, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.  

Einungis er verðið að innkalla neðangreindar lotur:

  • Vörumerki: Himneskt
  • Vöruheiti: Lífrænt rautt pestó
  • Strikamerki: 5690350050692
  • Nettómagn: 130g
  • Best fyrir dagsetningar: Allar í október 2022
  • Framleiðandi: La Dispensa di Campagna Srl, Toskana
  • Framleiðsluland: Ítalía
  • Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaupa um land allt

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 og á netfanginu gaedastjori hjá adfong.is.

Ítarefni

Skoða á mast.is