Á vef Dalvíkurbyggðar, dalvikurbyggd.is birtist eftirfarandi:

“Bangsinn í gluggann” var ekki aðeins skemmtileg afþreying fyrir börn og fullorðna heldur opnaði það á nýja möguleika í miðlun og snertilausum samskiptum.

Eftir vel heppnaða bangsaleiðangra í Dalvíkurbyggð datt okkur að nýta gluggann áfram sem samskiptamiðill en nú með myndlist og sköpun.

Okkur langar að hvetja heimili til að setja upp sýna eigin listasýningu í einum glugga hússins sem snýr út að götu. Þemað er: Hvað hlakkar þig mest til að gera?

Kæru foreldrar – þegar skapast rými og tími:
– Skaffaðu barninu þínu blöð, pappír (getur verið Cheeriospakki þess vegna), og liti, málingu – bara hvað sem er til og virkar – notið hugmyndaflugið