Karamelluperur

  • 4 perur
  • ½ vanillustöng
  • 2 msk smjör
  • 1 dl sykur
  • 1 dl rjómi

Afhýðið perurnar og skerið í báta. Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin úr.

Bræðið smjör á pönnu og bætið síðan perum, vanillustöng og vanillufræjum á pönnuna. Stráið sykri yfir. Steikið þar til perurnar hafa fengið fallegan lit og lækkið síðan hitann.

Setjið lok á pönnuna og látið sjóða við vægan hita þar til perurnar eru nánast mjúkar (suðutíminn er misjafn eftir perum, c.a. 15 mín).

Bætið rjóma á pönnuna og látið sjóða áfram í 5-10 mínútur án loks.

Berið perurnar fram heitar með góðum vanilluís.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit