Í ár héldu fjögur lið frá Blakfélagi Fjallabyggðar eitt lið frá BF Hyrnan suður með sjó, nánar tiltekið í Bítlabæinn Keflavík.
BF 1 kvenna var í þriðju deild. Síðasti leikur þeirra var hreinn úrslitaleikur við Rima frá Dalvík um að komast upp um deild. Úr varð hörkuleikur sem endaði í oddaleik og unnu stelpurnar frábæran sigur 15 – 10 og nældu sér í annað sætið og munu að ári spila í annarri deild.
BF 2 kvenna spilaði einnig hreinan úrslitaleik um fyrsta sæti í A riðli sjöttu deildar. Því miður töpuðu þær í oddaleik 15 – 14 og enduðu í öðru sæti sem er mjög góður árangur. Þær munu spila fimmtu deild í A riðli á næsta öldung.
BF 3 kvenna var í tíundu deild og enduðu neðstar í þeirri deild.
BF A karla spiluðu í efstu deild sem er hörkudeild og er frábær upplifun að spila í henni. Þeir áttu ekki gott mót en féllu niður í aðra deild. Ætla þeir að koma fílefldir að ári, einnig eru þeir að fara að spila í Mizuno deild á Íslandsmóti næsta blakár.
BF Hyrnan er svo kallað bumbublak liði, þeir voru í neðstu deild og unnu eina hrinu.
Texti: aðsendur
Mynd: úr einkasafni