Gönguvika Ferðafélagsins Trölla er hafin og var farið í fyrstu ferðina á mánudaginn og var farið yfir Siglufjarðarskarð að Hrauni í Fljótum. Afar falleg og skemmtileg gönguleið. Í gær var farið Fossdal í Ólafsfirði og var góð stemming.

Myndirnar hér að neðan eru úr göngu eitt á mánudaginn.

Dagskrá það sem eftir er gönguvikunnar má sjá hér að neðan.

14. JÚLÍ 

Dalaleið  Mánárdalur í Fljótum – Siglufj Keyrt inn fyrir Almenninga Siglufirði, gengið upp hrygg í Mánárdal svo eftir brúnum fjalla með dásamlegt útsýni yfir Siglufjörð og dali, farið niður frekar bratt gil við hestshúsin, mesta hækkun um 520m, tekur ca 3 klst. og erfiðl. stig 2,5 skór. 

15. JÚLÍ

Gamli Múlavegurinn frá Ólafsfirði til Dalvíkurbyggðar ATH ekki fyrir lofthrædda. Frekar brött leið á köflum þar sem vegur er farinn í sundur. 2,5 skór, tekur ca 3 klst. Mesta hækkun um 400m uppá stóra plan þar sem sést vel til allra átta ef veður er bjart.

16. JÚLÍ

Fossabrekkur  Kleifar Ólafsfirði – Héðinsfjörður  Keyrt fram að Kleifum gengið þaðan inn Syðriárdal sem er aðeins á fótinn, fjöllin há og reisuleg til beggja hliða. Í botni dalsins er svo gengið yfir tvær melöldur svokallaðar Fossabrekkur, yfir skarðið og ofaní Möðruvallaskál og þaðan ofaní Héðinsfjörð. Mesta hæð 680m, um 11km og ca 6-7 klst ganga. Erfiðl.stig 2,5 skór. 

17. JÚLÍ ( LAUGARDAG )

Hreppsendaársúlur Ólafsfirði  Keyrt fram á heiði, gengið sem leið liggur upp á hrygginn sunnan Súlnanna og þaðan á Lundshnjúk og svo á Súlurnar. ca 7km. Tekur um 4 klst. Mesta hæð 1050m. Erfiðl.stig 3-3,5 skór. 

18. JÚLÍ ( SUNNUDAG )

Hestskarð  Héðinsfjörður – Siglufjörður  Farið er frá Skútudalnum á Siglufirði rétt fyrir innan gangnamunnan, eftir hlykkjóttum slóða uppí skarðið sem er nokkuð bratt, og er í u.þ.b. 500m hæð. Ef veður er gott og fólk tilbúið er hægt að ganga eftir klettabelti og uppá Hestskarðshnjúkinn sem stendur í 855m, eða farið bara beint ofaní Hestdalinn og niður í Héðinsförð. Gengið eftir kindaslóða að vegmunna. Ca 3-4 klst. leið og um 4km, erfiðleikastig 2-3 skór. 

Gönguvika 12.-18. Júlí með Ferðafélaginu Trölla

Myndir/ aðsendar