Þjóðskrá Íslands ber að halda utan um upplýsingar um vensl og forsjá barna og eru þessar upplýsingar ávallt skráðar ef fullnægjandi gögn liggja fyrir. Krafa hefur verið undanfarin ár að upplýsingum um forsjá verði miðlað með rafrænum hætti til lögaðila og er það hagur allra að hægt sé að fá staðfest hver fer með forsjá barns. Með reglugerð um skráningu einstaklinga nr. 565/2021 sem var birt í maí 2021 fékkst heimild til að miðla upplýsingum um forsjá.
Miðlunin verður með sama hætti og önnur miðlun þjóðskrárgagna í gegnum miðlara Þjóðskrár Íslands.
Sækja þarf sérstaklega um aðgang að upplýsingum um forsjá og er það gert með umsóknum X-801 og X-803 sem er að finna hér
Mynd/pixabay