Grænar greinar eru gjöf til sveitarfélaga frá Orkusölunni, en verkefnið er fyrst og fremst hugsað til vitundarvakningar og mun Orkusalan gróðursetja til jafns við þau tré sem sveitarfélögin fá að gjöf .

Í júlí fékk Fjallabyggð Grænar greinar frá Orkusölunni og tók Guðrún Sif Guðbrandsdóttir við plöntunum úr höndum Höllu Marinósdóttur frá Orkusölunni.

Baldur Jörgen Daníelsson yfirmaður umhverfisverkefna í Fjallabyggð gróðursetti Víðinn síðan í Vellalundi.

Mynd/Orkusalan