Það er nú varla hægt að setja mynd með þessu þema en við ákváðum í síðustu viku að næsta þema yrði “áfengi, tóbak og eiturlyf”. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því.

Við erum nú þegar komin með nokkur lög á lista, en þar sem þið voruð svo dugleg síðast að koma með ábendingar viljum við leita aftur til ykkar. Bendið okkur nú endilega á lög sem fjalla um áfengi, tóbak eða eiturlyf að einhverju leyti. Við erum ekki að fara að vera með áróður fyrir þessu – þetta er að sjálfsögðu viðbjóður en þetta verður samt sem áður næsta lagaþema. Óskalögin verða á sínum stað og það verður hægt að hringja í okkur eins og alltaf. Síminn er 5800 580 og við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Við minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is