Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla 2023 í +50 ára og eldri fór fram í Hveragerði og Selfossi dagana 24.-26. ágúst.
Alls tóku átta lið í 3. deild karla, efsta liðið varð deildarmeistari í 3. deild og fór upp í 2. deild og neðsta liðið féll í 4. deild.
Eftir riðlakeppnina léku Golfklúbbur Fjallabyggðar og Golfklúbbur Hveragerðis til undanúrslita og Golfklúbbur Ísafjarðar og Golfklúbbur Selfoss léku einnig til undanúrslita. Golfklúbbur Fjallabyggðar og Golfklúbbur Ísafjarðar léku til úrslita þar sem að Fjallabyggð sigraði 3-0 og fagnaði deildarmeistaratitlinum í 3. deild karla +50 og leikur liðið í 2. deild að ári. Hamar frá Dalvík féll í 4. deild.
Lokastaðan:
1. Golfklúbbur Fjallabyggðar.
2. Golfklúbbur Ísafjarðar.
3. Golfklúbbur Hveragerðis.
4. Golfklúbbur Selfoss.
5. Golfklúbbur Grindavíkur.
6. Golfklúbbur Kiðjabergs.
7. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar.
8. Golfklúbburinn Hamar / Dalvík
3. deild karla: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild kvenna | Upplýsingar | Hella |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild kvenna | Upplýsingar | Hornafjörður |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild karla | Upplýsingar | Suðurnes |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild karla | Upplýsingar | Sandgerði |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 3. deild karla | Upplýsingar | Selfoss/Hveragerði |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 4. deild karla | Upplýsingar | Hellishólar |