Golfklúbbur Siglufjarðar er 50 ára í ár og að því tilefni sendi Jóhann Már Sigurbjörnsson fh. Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 12.05.2020 erindi til bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem fram kemur að félagið á 50 ára afmæli á árinu.

Af því tilefni hyggst klúbburinn standa fyrir kynningarstarfsemi, nýliðakennslu, láta endurhanna merki félagsins og útbúa félagsfána. Þá stendur til að halda opið golfmót á Siglógolf vellinum 18. júní nk. þar sem áætlað er að þátttakendur verði á milli 70-80 talsins en þar sem um afmælismót er að ræða er ekki gert ráð fyrir tekjum.

Óskar klúbburinn eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu svo að unnt verði að standa straum af því sem ætlað er að gera á afmælisárinu og til að halda fyrirhugað golfmót.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að funda með forsvarsmönnum GKS og veita umsögn um erindið.