“Gömlu jólin er jólalag um jólin okkar systkina þegar við vorum ung”, segir Guðrún Árný söngkona.


Bróðir minn, Hilmar Karlsson, samdi það fyrir nokkrum árum þegar hann fékk nóg af stressinu sem jólunum fylgdi, hann vildi breyta til og vera meira heima. 

Þetta eru fyrstu jólin mín í 20 ár sem ég verð meira og minna bara í rólegheitunum heima, nánast ekkert um gigg eða viðburði. Svo mér fannst tilvalið að taka þetta lag upp og gefa það út núna því við erum öll í þessum pakka, þurfum að breyta til og halda utan um okkar allra nánustu. 

Ég vona að sem flestir tengi við þetta lag og spili það til að ná ró í hjarta og njóta augnabliksins með sínum nánustu.”

Aðsent.