Slagarasveitin er að senda frá sér glænýtt lag sem ber nafnið “Grái fiðringurinn”.
Lagið er það þriðja í röðinni sem sveitin sendir frá sér en þess má geta að von er á fleiri lögum. “Grái fiðringurinn” sver sig í ætt við kántrýtónlist og þess má geta að í laginu er kafli sem er sunginn á norsku.
Lagið er að sjálfsögðu komið í spilun á FM Trölla.
Meðlimir Slagarasveitarinnar eru Valdimar Gunnlaugsson söngur, Ragnar Karl Ingason gítar, Geir Karlsson bassi, Skúli Þórðarson trommur og ásláttarhljóðfæri, og Stefán Ólafsson gítar.
Gestaspilarar í Gráa fiðringnum eru:
Þorleifur Gaukur Davíðsson á stálgítar og munnhörpu, Vignir Þór Pálsson á banjo, Einar Friðgeir Björnsson á harmoniku og Hjörtur Gylfi Geirsson á ásláttarhljóðfæri.
Lag og texti eru eftir Ragnar Karl Ingason og upptökur annaðist Halldór Ágúst Björnsson.
Þess má geta að Slagarasveitin spilar á Húnavöku á Blönduósi og Eldi í Húnaþingi á Hvammstanga.