Fyrstu tilraunir við að fella Gránuskorsteininn, byrjað var ofanfrá, en verkið tókst svo seint vegna traustrar byggingar, svo hætt var við og gerð tilraun til að sprengja hann niður með dynamt sem hlaðið var niður við jörð og átti hann að falla til suðausturs.
Það mistókst og ekki talið ráðlegt að hlaða dynamt aftur að ótta við að skorsteinninn félli í öfuga átt, en mikið gap hafði myndast suðaustanmegin við sprenginguna.
Þá var brugðið sterkri vírstroffu tengdri togvír um efri hlutann og stór jarðýta gerði tvær árangursríkar tilraunir við að fella hann áður en það tókst með miklum látum.
En þarna er verið að rýma gömlu Rauðkurústirnar vegna bygginga fiskiðjuvers á vegum Þormóðs Ramma hf. árið 1972

Texti:Gunnar Trausti
Mynd: Steingrímur Kristinsson