Nú stendur grásleppuvertíðin sem hæst og henni fylgir slæging eins og sjá má á mynd dagsins á facebook frá Fiskmarkaði Siglufjarðar. Þarna eru að störfum vaskir menn þeir, Jón Rúnar Gíslason,Guðmundur Gauti Sveinsson, Arnþór Helgi Ómarsson, Hörður Bjarnason, og Björn Guðnason.
Fyrsti dagur grásleppuveiða í ár var á vorjafndægri, 20. mars. Samkvæmt reglugerð mátti hefja veiðar fyrst á svæðum D, E, F og G, þ.e. við Norðurland, Austurland og að Garðskagavita. Heimilt er að hefja veiðar 1. apríl í Faxaflóa, utanverðum Breiðafirði og Vestfjörðum, en innanverður Breiðafjörður verður opnaður 20. maí.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 270/2018 um hrognkelsaveiðar 2018. Veiðitímabilið hjá hverjum bát er 20 dagar skv. reglugerðinni.
Upplýsingar um veiðitímabil á veiðisvæðunum:
Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 20 samfelldra daga í upphafi, þar til ákvörðun um heildarfjölda daga hefur verið tekin og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil eins og hér greinir:
A. Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V.
Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní.
B. Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V að línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V.
Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní.
Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar 64°58,30 N 023°21,40 V í Lambanes vestan Vatnsfjarðar 65°29,30 N 023°12,60 V.
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. maí til og með 2. ágúst.
C. Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V að línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V.
Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní.
D. Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V að línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V.
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 2. júní.
E. Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V að línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V.
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 2. júní.
F. Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V að línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V.
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 2. júní.
G. Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V að línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V.
Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 2. júní.