Starfsmenn útideildar umhverfis- og tæknisviðs hafa nú lokið við smíði göngubrúar yfir varnargarðinn niður á Sandinn við Dalvík en brúin er staðsett fyrir neðan Vélvirkja.

Brúin gerir það að verkum að á fjöru er nú hægt að komast niður á Sandinn nær Dalvík heldur en verið hefur. Þeir fjölmörgu sem nýta Sandinn sér til heilsubótar geta því lengt gönguferðina töluvert en staðurinn er gríðarvinsæll útivistarstaður og mikið notaður af íbúum. Frá brúnni og austur að árkjafti eru um það bil 2,1km þannig að gönguhrólfar ná þarna fínum göngutúr, rúmlega 4km fram og til baka.

Um leið er vert að nota tækifærið og benda á að allur akstur vélknúinna ökutækja er bannaður á Sandinum, ekki bara á varptíma, heldur allt árið.

Frétt: Tekin af vef Dalvíkurbyggðar Dalvíkurbyggð