Leiðindaveður hefur verið víða á landinu undanfarna daga og gul viðvörun í gildi.
Íbúar Fjallabyggðar vöknuðu upp í morgun við að grátt var niður í miðjar hlíðar – í júlí og ansi hryssingslegt um að litast.
Starfsmenn Fjallabyggðar og slökkviliðsins eru enn að dæla úr brunnum til að varna skemmdum af völdum flóða.
Á vedur.is segir að áframhaldandi úrkomu sé spáð á Norðurlandi og þar má búast við auknu afrennsli, vatnavöxtum í ám og lækjum og hætta er á skriðum og grjóthruni í bröttum hlíðum.
Varað er sérstaklega við auknum líkum á skriðuföllum og grjóthruni á Vestfjörðum, Ströndum, Skaga og Tröllaskaga.
Guðmundur Ingi Bjarnason tók meðfylgjandi myndir í gær og í morgun í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Hægt er að smella á myndir til að sjá þær stærri.