Sundlaugin á Sólgörðum var opnuð í gær, föstudaginn 17. júlí, en nýir rekstraraðilar eru teknir við rekstrinum eftir undirritun samnings síðasta miðvikudag.

Það er fyrirtækið Sótahnjúkur ehf sem mun annast alla umsjón og bera ábyrgð á starfsemi laugarinnar næstu þrjú árin.

Opið verður í sumar, fram í miðjan ágúst, alla virka daga nema þriðjudaga kl 15-21 og laugardaga og sunnudaga kl 12-17.

Mynd: facebooksíða laugarinnar