Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð heldur árlega grillveislu fyrir eldri borgara í Skarðsdalsskógi á Siglufirði.
Í gær, sunnudaginn 21. júlí, var fjöldi manns samankominn í skógræktinni og gæddi sér á lambalæri og pylsum ásamt allskonar drykkjarföngum í góðviðrinu.
Vaskir Kiwanismenn stóðu vaktina frá því snemma um morguninn til að gera veisluna sem best úr garði og voru gestirnir alsælir með veitingarnar.

Sigurjón Pálsson að smakka sósuna til

Veðrið lék við veislugesti

Beðið eftir veitingum

Brynja og Böddi létu sig ekki vanta í gleðskapinn

Góðra vina fundur

Ægi Bergsson að uppfarta á diskana

Guðmundur Skarphéðinsson með afastrákinn

Helgi Magg vildi fá nærmynd og hló alveg dillandi hlátri þegar hann sagðist vilja fá góða mynd fyrir minningargreinina

Kiwanisklúbburinn Skjöldur stendur fyrir árlegri grillveislu fyrir eldri borgara í Fjallabyggð

Yndislegt að vera í skógræktinni á svona góðviðrisdegi í góðra vina hópi

Þeir eru meistara grillarar þessir duglegu Kiwanismenn