Í morgun um kl. 10:00 átti Stefanía Hjördís Leifsdóttir bóndi á Brúnastöðum í Fljótum erindi til Siglufjarðar.
Á Siglufjarðarvegi milli Strákagangna og Siglufjarðar hafði þá nýverið fallið grjóthrun úr fjallinu fyrir ofan.
Stefanía Hjördís segir einnig í færslu á facebook að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem hún lendi í svona uppákomu á leið sinni til Siglufjarðar.
Töluverð umferð var á veginum og mildi að enginn varð fyrir hruninu.
Á Siglufirði er nú rigning eins og sjá má á vefmyndavél Trölla.is og suðvestan vindur.
Myndir/Hjördís Leifsdóttir