Nýliðar í Slökkviliði Fjallabyggðar luku í vikunni rúmlega 20 klukkustunda fornámi slökkviliðsmanna.

Síðan í vor hafa þau reglulega æft grunntökin í starfinu, lært á tæknina og á tækjabúnaðinn. Á þessum loka degi í fornáminu var æfð hefðbundin reykköfun en að auki tókst hópurinn á við eiturefnaköfun.

Fornámið hefur verið undir handleiðslu slökkviliðsstjóra, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra í liðinu.

Í framhaldinu mun svo hópurinn sækja nám hjá Brunamálaskóla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en stofnunin stefnir á fyrsta námskeiðið í október.

Sjá nánar á facebook síðu Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Mynd/Slökkvilið Fjallabyggðar