Fyrsti bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar heimsótti Ljóðasetur Íslands á dögunum.

Á facebooksíðu setursins segir. “Á næstunni eigum við von á fleiri nemendum úr Grunnskóla Fjallabyggðar í heimsókn til okkar og eins mun forstöðumaður setursins heimsækja skólann, flytja þar jólaljóð og bregða gítarnum á loft.

Alltaf gaman að fá áhugasamt ungt fólk í heimsókn, fræða það um okkar merka ljóðaarf og sá fræjum sem vonandi ná að spíra, vaxa og blómstra með tímanum.

Við fengum þessa skemmtilegu mynd frá henni Elínu kennara eftir heimsókn 1. bekkjar til okkar á dögunum. Þarna eru ungmennin að virða fyrir sér elstu bækurnar á setrinu, þær elstu um 170 ára gamlar. Það fannst þeim roooosalega gamalt!

Þessar heimsóknir eru liður í ljóðahátíðinni Haustglæður.”

Mynd/Elín