Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingabringum frá Esju Gæðafæði vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin á eingöngu við framleiðslulotu 23205.
- Vörumerki: Kjötsel
- Vöruheiti: Kjúklingabringur grilltvenna úrb marineruð
- Framleiðandi: Esja Gæðafæði Bitruhálsi 2 110 Reykjavík
- Lota: 23205
- Strikamerki: 2395041
- Geymsluskilyrði: Kælivara
- Geymsluþol:
- Dreifing: Nettó verslanir
- Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað vörunni í viðkomandi verslanir eða til Esju Gæðafæðis, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík. Esja Gæðafæði biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur skapast.
- Ítarefni:
- Fréttatilkynning fyrirtækisins
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um Salmonella
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook