Veðurhorfur á landinu
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs:
Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra
Sunnan 5-13 m/s og væta með köflum, en léttskýjað um landið austanvert. Bætir í vind síðdegis, sunnan 10-18 í kvöld og rigning, talsverð úrkoma sunnanlands. Hlýnar smám saman, hiti 3 til 9 stig í kvöld.
Sunnan 15-23 m/s í fyrramálið og rigning, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 12 stig. Vestlægari eftir hádegi með skúrum eða éljum og kólnandi veðri, en léttir til á Austurlandi.
Spá gerð: 20.11.2023 10:50. Gildir til: 22.11.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestan og suðvestan 13-20 m/s, hvassast suðvestantil. Dregur smám saman úr vindi síðdegis. Víða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 0 til 4 stig.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og að mestu léttskýjað, en norðvestan 10-18 norðaustantil og dálítil él þar framan af degi. Frost 0 til 8 stig.
Á föstudag og laugardag:
Breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum. Hægt hlýnandi.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og bjartviðri, en að mestu skýjað sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 20.11.2023 08:45. Gildir til: 27.11.2023 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Nú í morgunsárið er djúp lægð við suðvestur Grænland og í dag nálgast hún okkur smám saman. Það verður því hægt vaxandi suðlæg átt á landinu fyrri parts dags og væta með köflum, en þurrt og bjart fyrir austan. Hlýnar í veðri. Síðdegis ganga skil frá lægðinni inn yfir landið, þá bætir í vind og úrkomu og í kvöld má búast við allhvassri sunnanátt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands.
Það bætir enn frekar í vind í nótt, og í fyrramálið er útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með áframhaldandi rigningu og hlýju veðri, en eftir hádegi á morgun verður vindur suðvestlægari og það kólnar með skúrum eða éljum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkoma þó lítil sem engin.
Á miðvikudag dregur svo hægt og bítandi úr vindi, en áfram má búast við skúrum eða éljum á vestanverðu landinu.