Gúllassúpa með nautahakki (uppskrift fyrir 5-6)
- 500 g nautahakk
- 3 msk tómatpúrra
- salt og pipar
- 1 hvítlauksrif
- 1 rauð paprika
- smjör
- 1 laukur
- 2 dósir Hunt´s niðursoðnir hakkaðir tómatar, samtals 800 g (mér þykir gott að blanda Roasted Garlic og Basil, Garlic & Oregano)
- 7 litlar kartöflur, skornar í bita
- 1/2 tsk tabasco
- 8 dl vatn
- 3 nautateningar
- 2 msk soja
- 2 tsk paprikukrydd
Steikið nautahakk á pönnu. Kryddið með salti og pipar og hrærið tómatpúrru saman við. Leggið til hliðar.
Hakkið papriku og lauk. Bræðið smjör á pönnu og bætið prpriku, lauk og hvítlauk á pönnuna. Látið mýkjast við vægan hita.
Setjið allt í pott og látið sjóða saman í 15-20 mínútur. Berið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit