HMS vill upplýsa alla umsækjendur um húsnæðisbætur að frítekjumörk hækka frá og með 1. janúar 2025.
Endurreikningur húsnæðisbóta fer fram um miðjan janúarmánuð. Umsækjendur fá bréf á island.is með niðurstöðum endurreiknings ef breyting hefur orðið á bótarétti frá síðustu tekjuáætlun.
Eftir breytingarnar verða frítekjumörkin eftirfarandi miðað við árstekjur:
Fjöldi heimilismanna | Frítekjumörk fyrir breytingar | Frítekjumörk eftir breytingar |
---|---|---|
1 | 5.690.772 kr. | 5.935.476 kr. |
2 | 7.568.727 kr. | 7.894.184 kr. |
3 | 8.820.697 kr. | 9.199.988 kr. |
4 | 9.560.497 kr. | 9.971.600 kr. |
5 | 10.357.206 kr. | 10.802.567 kr. |
6 eða fleiri | 11.153.914 kr. | 11.633.533 kr. |