Slökkvilið Fjallabyggðar vill vekja athygli húseigenda og forráðamanna fyrirtækja á að huga að snjóhengjum og grýlukertum á húseignum sínum.

Mikil hætta getur skapast falli grýlukerti eða snjóhengjur niður.

Eigendur og umráðamenn fasteigna eru hvattir til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir óhöpp eða slys. 

Mynd/ Sveinn Snævar Þorsteinsson