Markaðsstofa Ólafsfjarðar sóttist eftir og fékk afnot af lóðunum við Aðalgötu 3 og 5 í Ólafsfirði. Á 243. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem haldinn var 13. ágúst heimilaði nefndin Markaðsstofu Ólafsfjarðar afnot af lóðinni til þriggja ára.
Ætlunin er að setja upp söguskilti þar sem fjallað yrði um mannlíf og sögu Ólafsfjarðar í máli og myndum og markmið hennar er:
1. Að byggja svæðið upp og gera það aðlaðandi frístunda- og upplifunarreit með gróðri, aðstöðu til að staldra við og með upplýsingaskiltum.
2. Að fá ferðamenn til að staldra við í miðbæ Ólafsfjarðar og nýta sér það sem bærinn hefur upp á að bjóða.
3. Að koma upp á svæðinu söguskiltum þar sem fjallað verði um mannlíf og sögu Ólafsfjarðar í máli og myndum. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Pálshús og væntanlega sögusýningu árið 2020.
Markaðsstofa Ólafsfjarðar hefur sett á stað skoðunarkönnun hvernig íbúar sjá fyrir sér uppbyggingu á svæðinu. Íbúar eru hvattir til að hafa skoðun og taka þátt í skoðunarkönnunni: HÉR
Forsíðumynd: Guðmundir Ingi Bjarnason