Á 118. fundi hafnastjórnar Fjallabyggðar í febrúar árið 2021 var fjallað um að endurnýja þyrfti hluta búnaðar til að hægt sé að halda úti vefmyndavélum fyrir Fjallabyggðarhafnir og var ákveðið að fara í verkefnið sem ekki hefur gengið eftir.

Yfirhafnarvörður fór aftur yfir stöðu mála á 144. fundi hafnastjórnar Fjallabyggðar í febrúar [26 fundum síðar] vegna myndavélakerfis fyrir hafnirnar, sem pantað var nú í byrjun árs.

Málið hefur dregist fram úr hófi og harmar hafnarstjórn seinaganginn en söluaðilinn hefur ekki staðið við afhendingu. Yfirhafnarverði falið að koma málinu í réttan farveg.

Sjá frétt frá árinu 2021 á Trölli.is hér að neðan.

Vefmyndavélar við Fjallabyggðarhafnir