Á 149. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar segir að skemmtiferðaskip hafi átt 27 komur í Fjallabyggðarhafnir árið 2024 og áætlaðar komur verði 31 í ár.

Einnig var lögð fram tilkynning frá Fiskistofu um sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greiðist til viðkomandi hafna. Hlutdeild Fjallabyggðarhafna af gjaldinu fyrir árið 2024 er samtals kr. 1.614.651.

Á fundinum lagði hafnarstjórn áherslu á að bifreiðar í rekstri hafnarsjóðs séu tiltækar og staðsettar á hafnarsvæðum Fjallabyggðar, nema þegar um er að ræða að starfsmenn séu á bakvakt og þurfi aðgang að bifreið, eins og fram kemur í 4.gr. reglna um notkun bifreiða Fjallabyggðar.

Hafnarstjórn óskar einnig eftir upplýsingum um uppsetningu myndavéla við höfnina fyrir næsta fund og jafnframt eftir upplýsingum um hvort ekki sé möguleiki á að birta myndefni úr tilteknum myndavélum á heimasíðu Fjallabyggðar. Hafnarstjóri mun skila inn upplýsingum á næsta fund.

Vefmyndavélar Fjallabyggðarhafna