Lögð var fram tillaga tæknideildar á 302. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar að hámarkshraða í þéttbýli Fjallabyggðar.

Tillagan var unnin samkvæmt bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.desember sl. þar sem lýst var yfir áhuga hjá Fjallabyggð að færa hámarkshraða á öllum þjóðvegum í þéttbýlinu í 30 km/klst.

Einnig var tillagan borin undir og unnin í samvinnu við Vegagerðina sem er veghaldari þjóðvega landsins.

Samkvæmt 37. gr. umferðarlaga nr.77/2019 skal hámarksökuhraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er í dag hámarksökuhraði 35 km á klst.

Nefndin samþykkti framlagða tillögu og felur tæknideild að hrinda henni í framkvæmd svo fljótt sem auðið er.

Fylgiskjöl: