Lesendur Trölli.is eru ætíð duglegir við að senda inn gagnlegar ábendingar á sögulegt efni og ljósmyndir.
Hér birtast ykkur skemmtilegar viðbóta ljósmyndir við frásögn um íþróttaiðkun í síldarþró:

Íþróttir í síldarþró, TBS o.fl. 35 myndir

Handbolti í SR loðnuþró sumarið 1979/80

Eins og sjá má á myndunum hér neðar er þetta 40 X 20 m völlur og ágætis hallandi áhorfendastúku pláss beggja megin, aðrir áhorfendur vilja greinilega komast upp á stúku svalir. Takið einnig eftir horfnum húsum og brotajárns fjallinu í bakgrunninum, við suður hliðina á þrónni.

Fljótlega eftir birtingu sunnudaginn 27 júlí 2025, bárust pistlahöfundi skilaboð frá Lindu Gylfa, “Berglind Gylfadóttir”  sem sumarið 1979/80 var ein af handbolta stelpunum sem æfðu og spiluðu leiki í loðnuþró SR.
Um að til væru skemmtilegar ljósmyndir sem Oddur Guðmundur Jóhannsson, f. 15. desember 1954, d. 31. júlí 2022 ( oftast kallaður Guddi heima á Sigló) tók á sínum tíma.

Ef þið smellið á nafnið hans hér ofar, komið þið beint í heilmikið Siglfirskt ljósmyndasafn sem Guddi skilur eftir sig. Hann og Már Jóhannsson, bróðir Gudda, voru miklir áhugamanna ljósmyndarar og Már gaf mér góðfúslega leyfi að birta þessar handboltamyndir. Árið 2020 gáfu þeir bræður Ljósmyndasafni Siglufjarðar allt sitt filmusafn ( um 3000 myndir) Þær verða líklega gerðar okkur sýnilegar seinna.

Sjá meira hér:

ATH. Um verslunarmannahelgina mun ykkur birtast hér risastór “safn grein” sem gefur lesendum trölla aðgang að 1000 myndum, þar sem sögu þemað er einfaldlega allt mögulegt sér SIGLFIRSKT!

Höfundur samantektar:
Jón Ólafur Björgvinsson .

Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/

Forsíðu ljósmynd:
Ljósmyndari:Oddur Guðmundur Jóhannsson
Ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Már Jóhannsson og Ljósmyndasafni Siglufjarðar.

Heimildir:
Vísað er í ýmsar heimildir gegnum vefslóðir í greininni.