Hátindur 60+ er heiti á þróunarverkefni í þjónustu við fullorðna íbúa Fjallabyggðar sem hefur að leiðarljósi samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, nýsköpun og heilsueflingu fullorðinna íbúa Fjallabyggðar.
Hátindur 60+ er samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðarklasa Norðurlands (Veltek).
Verkefninu Hátindur 60+ er ætlað að stuðla að vellíðan fólks á aldrinum 60+ með skilvirkri þjónustu og afþreyingu bæði fyrir líkama og sál. Verkefnið færir velferðarþjónustu í nútímalegra horf með sjálfbærni og tryggir lífsgæði þeirra sem þjónustunnar njóta.
Hanna Sigríður er fengin í tímabundna verktöku og greiðir verkefnið fyrir störf hennar. Helstu verkefni hennar sem verkefnastjórnandi eru að skipuleggja og koma til framkvæmda áherslum og stefnumiðum verkefnisins.
Kynningarfundur um verkefnið verður haldin um miðjan mars nk.
Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar