Í gær föstudaginn 6. mars heimsóttu tuttugu nemendur frá Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit Síldarminjasafnið á Siglufirði.

Krakkarnir, sem eru í 6. – 10. bekk, hafa verið að læra um síldarárin í samfélagsfræði í vetur .

Þau hafa meðal annars tekið viðtöl við ættingja sína og aðra um reynslu þeirra af síldarvinnu og minningar frá síldarárunum.


Mynd: Síldarminjasafnið