Stýrihópur um Síldarævintýri á Siglufirði er nú þegar byrjaður að undirbúa Síldarævintýri 2020.

Skipulagsvinna stýrihópsins er hafin og þeir styrktaraðilar sem haft hefur verið samband við ætla að styðja áfram við ævintýrið, tónlistarmenn hafa boðið fram krafta sína og ætlar stýrihópurinn að taka þetta á jákvæðninni líkt og í fyrra.

Skipulag verður með svipuðum hætti og í fyrra, þ.e. hverfisskreytingar og götugrillveislur og svo smærri viðburðir vítt og breitt um miðbæinn. Boðið verður upp á einhverjar nýjungar og hið nýja Síldarævintýri þróað áfram.

Líkt og í fyrra verður lögð höfuðáhersla á að þetta er bæjarhátíð, hátíð þar sem Siglfirðingar koma saman og eiga góðar stundir. Ef einhverjir vilja skemmta sér með eru þeir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir að njóta alls þess sem hér er í boði.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á facebook síðu Síldarævintýrisins.