17. júní á Siglufirði var haldinn hátíðlegur með ýmsu móti. Þar á meðal voru hátíðahöld í Siglufjarðarkirkju, nýstúdent lagði blómsveig að minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar, að því loknu var gengið að Þjóðlagasetri Sr. Bjarna þar sem boðið var upp á kaffi og Lýðveldisköku.

UMF Glói endurvakti 17. júní hlaupið á Siglufirði fyrir krakka á fædd 2006-2013, sýningar voru opnaðar í Alþýðuhúsinu og í Saga-Fotografica og hið árlega Kaffihlaðborð Blakfélags Fjallabyggðar var í húsnæði  í Einingar-Iðju.

Í Ljóðasetrinu voru tónleikar þar sem Þórarinn Hannesson flutti eigin lög við ljóð eftir ýmsa Siglfirðinga t.d. Laugja póst, Hannes Jónasson bóksala, Sverri Pál Erlendsson, Sigurð Örn Baldvinsson, Jón Steinar Ragnarsson (Ísfirðing/Siglfirðing) o.fl.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.