Loksins fá hlustendur FM Trölla að heyra í þeim Tröllahjónum Kristínu Magneu og Gunnari Smára í hátölurum sínum.

Þau hjónin hafa verið í fríi á Íslandi undanfarna daga og nutu þess til hins besta, að eigin sögn. Ýmislegt var gert í fríinu sem þau koma jafnvel til með að deila með okkur í þættinum sínum í dag.
Í stuttu viðtali við þáttinn Gestaherbergið á þriðjudaginn var, sagði Kristín að þau hlakki mikið til að koma heim í hellinn í gljúfrinu á Gran Canaria. Og ekki síst að hitta alla kettina sem biðu þeirra þar.
Þá hefði þessi stutti tími á Íslandi verið alveg dásamlegur.

Alls ekki missa af nýúthvíldum, sprækum og hressum þáttarstjórnendum í þættinum Tíu dropar í dag klukkan 13:00 til 15:00 á FM Trölla og á trölli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is