Á sunnudögum hljómar þátturinn Tónlistin á FM Trölla. Umsjónarmaður er Páll Sigurður Björnsson sem sendir þáttinn út í þráðbeinni útsendingu frá Noregi klukkan 15 til 17.

Í dag segist Palli ætla að leika “eingöngu nýja tónlist í þetta skiptið, og þá meina ég sko nýja og upp í rúmlega árs gamla.”

Missið ekki af þættinum Tónlistin, í dag kl. 15 á FM Trölla.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is