Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) vinna nú að könnun á aðkomu og sýn heimafólks á nýjum ferðamannaleiðum utan alfaraleiða. Könnunin er unnin með styrk úr Byggðarannsóknasjóði og beinist að völdum svæðum Norðurstrandarleiðar – The Arctic Coast Way, Melrakkasléttu og Vatnsnesi.

Könnuninni er beint að heimafólki á þessum tveimur svæðum, þá jafnt þeim sem hafa þar fasta búsetu allt árið, sem og land- og húseigendum ásamt þeim sem dvelja á svæðunum hluta árs. Könnunin er gerð sumar og haust 2024.

Þau sem falla undir framangreinda lýsingu eru hvött til að taka þátt í könnuninni og segja þannig frá sinni upplifun.

Spurningar og svarmöguleikar eru settir upp á íslensku og ensku. Ef könnunin opnast í ensku viðmóti er einfalt að stilla yfir á íslensku í ramma efst í skjalinu. 

Könnunin er aðgengileg hér.