Trölli.is fær sendan launaseðil öryrkja mánaðarlega. Hér er hægt að sjá svart á hvítu þann blákalda raunveruleika sem öryrkjar á Íslandi búa við.

Öryrkinn sendi einnig mynd af skattskyldum tekjum hans á síðasta ári.

Fengum eftirfarandi línur sendar með launaseðlinum að þessu sinni.

“Að undanförnu hafa verið fréttir í fjölmiðlum um aðbúnað þeirra tæplega 22 þúsund Íslendinga sem eru dæmd í fátækt vegna örorku. Talað er um fátræktargildru eins og hún sé eitthvað nýkomin til.

Hér má sá hvaða árslaun ég hafði á síðasta ári, sem hafa lítið breyst síðustu tvo áratugina.”

Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.

Árslaun öryrka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Silfrinu þann 23. febrúar:

Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi“.
Eitt það “merki­leg­asta“ sem gerst hefði í þessum málum á und­an­förnum árum væri það að ríkið hefði „opnað bæk­urn­ar“ og ­gert vef­inn tekju­sag­an.is, „þar sem við ein­fald­lega flettum hul­unni af því hvernig kjör hafa þró­ast á Íslandi frá árinu 1991.[…] Vef­ur­inn dregur það fram að okkur hefur tek­ist stór­kostl­ega að bæta lífs­kjörin á Íslandi og einna best við þá hópa sem helst eru í umræð­unni í dag; eldri borg­ara og þá sem eru neðst í launa­stig­an­um.“

Öryrkinn heldur áfram og segir:

Hvernig stendur þá á því að allt logar í verkföllum, fyrst búið er að bæta lífskjörin svona stórkostlega? Ekki getum við öryrkjar farið í verkfall!”

“Ég held að hver heilvita manneskja sjái að að þessi “stórkostlega lífskjarabreyting” er helvítis þvæla eins og sést vel á launaseðlinum mínum! Barni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, hvenær fæ ég að vera maður með mönnum?”


Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.

Launaseðill öryrkja í mars 2020. Eru þetta einu launin sem hann hefur enda ekki getað safnað sér upp lífeyrisréttindum sökum veikinda.

Sjá fyrri fréttir um launaseðil öryrka: Hér


Myndir: aðsendar