Þátturinn Gestaherbergið hefst í dag á FM Trölla og verður á dagskrá á þriðjudögum kl. 17:00 – 19:00.

Umsjónamenn þáttarins eru hjónin Helga Hinriksdóttir og Páll Sigurður Björnsson sem bæði eru ættuð frá Húnaþingi vestra.

Þátturinn er sendur beint út frá Stúdíó 3 í Sandefjord í Noregi þar sem þau hjónin hafa búið undanfarin ár.

Lagaþema þáttarins verður Geimurinn. Lög með nafni eða textainnihaldi sem tengist geimnum verða spiluð, auk þess sem þáttarstjórnendur munu velta fyrir sér geimnum.

Sjá facebooksíðu Gestaherbergisins, endilega lækið hana og fylgist með gangi mála hjá þeim hjónakornum.

Fylgist með þættinum Gestaherberginu á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 – 19:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is