FM Trölli býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á að senda upplesnar jóla- og nýárskveðjur eins og í fyrra.

Undirtektir hafa verið einstaklega góðar og hafa margir bæst við fyrir þessi jól.

Nú fara að vera síðustu forvöð að koma kveðjunum til okkar, svo enn er tími til að koma kveðjum á framfæri til viðskiptavina, ættingja og vina.

Flutningur á kveðjunum hefst 20. desember. Verða þær fluttar daglega fram á aðfangadag og svo aftur á gamlársdag.

Kveðjan kostar 10.000 kr. fyrir utan vsk. Hægt er að senda kveðjur á netfangið trolli@trolli.is.