Gefnar hafa verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði:
Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi.

Þær taka gildi kl. 17 á fimmtudaginn. Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla.

Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám.

Nánar um þetta á vefsíðu Veðurstofunnar: https://www.vedur.is/vidvaranir