Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru.

Alþingi samþykkti sl. vor að verja 400 milljónum kr. til verkefnisins og fól ráðherra að setja reglugerð með stoð í 9. gr. laga nr. 37/2020. Þar er tilgreint að við ákvörðun um fjárhæð stuðnings verði litið til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara, ritstjóra og aðstoðarritstjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá verði tekið mið af beinum verktakagreiðslum til sambærilegra aðila, útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Upplýsingarnar skulu staðfestar af endurskoðanda.

Í reglugerð ráðherra frá 3. júlí 2020 er fjölmiðlanefnd falin umsýsla málsins. Nefndin auglýsti eftir umsóknum 10. júlí sl. og umsóknarfrestur rann út 7. ágúst. Alls bárust 26 umsóknir um sérstakan rekstrarstuðning, þar af 25 frá fjölmiðlaveitum og einn frá félagi sem ekki telst fjölmiðlaveita í skilningi laga um fjölmiðla.

Alls uppfylltu 23 umsóknir frá fjölmiðlaveitum skilyrði reglugerðar 670/2020 og var Tunnan prentþjónusta ehf sem gefur út Hell­una og héraðsfrétta­blað, DB-blaðið ein af þeim fjölmiðlun sem hlaut sérstakan rekstrarstuðning.

Skiptist stuðningsupphæðin á milli þeirra þannig: