Hitaveita Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í endurnýjun hitaveitulagna í Melahverfi á Hvammstanga.  Um er að ræða lögn á 160 m af foreinangruðum stállögnum DN50 – DN65 sem lagðar eru í skurð og lögn á 1.600 m af foreinangruðum plaströrum DN25 – DN50 lögðum í skurð og tengingum við 45 hús. Jafnframt á að leggja ljósleiðararör með hitaveitulögnunum.

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 30. september 2019.

Útboðsgögn verða afhent hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, Aðalgötu 21 Sauðárkróki frá og með mánudeginum 4. mars nk.

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstangabraut 5 Hvammstanga kl. 11:00  þriðjudaginn 19. mars nk.