Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf út þá tilkynningu fyrir skömmu að harður árekstur 2 bifreiða hafi orðið á Siglufjarðarvegi, við Kýrholt í dag.

Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.

Mynd/ Lögreglan